Markþjálfun

Markþjálfun er árangursmiðað ferli sem getur auðveldað þér að öðlast varanlega breytingu með persónulegum vexti. Markþjálfun hjálpar þér við skilgreina fagleg og persónuleg markmið og að tileinka þér rétta hugarfarið til að ná markmiðum þínum hraðar en annars væri mögulegt.

Viðskiptavinir Fortunata eru fjölbreyttir og með ólíkar áskoranir. Þeir eiga þó eitt sameiginlegt og það er viljinn til að breyta lífinu til betri vegar, að ögra sjálfum sér og að ná árangri hvort sem er í starfi eða persónulegu lífi.

Að sigrast á óttanum og koma sjálfum sér á óvart er einfaldara en þú heldur.

 

Bókaðu frían kynningartíma

Spjöllum saman og sjáðu hvort þetta sé rétta leiðin fyrir þig.  Þú færð frían kynningartíma þar sem þú getur sagt mér frá þínum hugmyndum og ég segi þér hvernig ég get orðið að liði og hvernig samvinnan okkar fer fram.

Sendu póst á fortunata@fortunata.is og við komum okkur saman um hentugan tíma.